Hvað er Saumaheimur Siggu?

Saumaheimur Siggu er samfélag fólks sem hefur hug á að tileinka sér sjálfbærni þegar kemur að fata- og textílnýtingu - og þiggur leiðsögn Siggu á því ferðalagi.

Ef þú vilt vera sjálfbær í fatanýtingu og vilt leggja þitt af mörkum til Móður Jarðar með því að minnka textílsóun,

Þá gæti þetta verið eitthvað fyrir þig


"Hugmynd - Sköpun - Gleði" er áskriftarprógram hjá Saumaheimi Siggu. Prógrammið stendur yfir í 12 mánuði en hægt er að kaupa 4 mánuði ef vill.

Prógrammið býður upp á allt sem þú þarft á þessu skemmtilega ferðalagi hæg-tískunnar, til sjálfbærni í fata- og textílnýtingu.

Hér hefur þú aðgang að kennslu, aðferðum, hugmyndum og nánast öllu sem hugurinn getur hugsað sér varðandi saumaskap - og sérstaklega sköpunargleði gagnvart endurnýtingu og fatabreytingum.

Áskrift gefur þér möguleika á að kynnast öðrum, fá stuðning og félagsskap eftir þörfum. Einu sinni í viku hittumst við á skjánum, saumum og lærum.

Ég legg sérstaka áherslu á að opna hugann og auka sköpunargleði gagnvart fatabreytingum og endurnýtingu á efnaafgöngum og flíkum sem vilja nýtt líf, þótt vissulega sé allur saumaskapur í boði.

Saumaheimur Siggu er allt í senn, einstaklingslærdómur, félagsskapur þegar þörf er á, stuðningur og hvatning.

Allt efni er á íslensku - nánari upplýsingar á [email protected]


Saumaheimur Siggu er með opna skráningu - þú getur skráð þig hvenær sem er og missir ekki af neinu :)



Prógrammið

  • Vikulegir tölvupóstar og Zoomtímar
  • Dagskrá í hverjum mánuði - ókei, ég tek sumarfrí og jólafrí en Gagnagrunnurinn er alltaf opinn
  • Unnið með ákveðinn efnivið í senn og skipt reglulega um
  • Minnst eitt tækniatriði tekið fyrir í hverjum mánuði
  • Reglulegt mont og pepp
  • Gagnagrunnur sem heldur áfram að stækka í hverjum mánuði
  • Aðhald, félagsskapur og stuðningur

Prógrammið byggir á minni reynslu í saumaskap og endurnýtingu síðustu 15 árin.

Mars - að vinna með skyrtur
Við skoðum skyrtur af öllum stærðum og gerðum, breytum til að nýta áfram eða búum til eitthvað alveg nýtt
  • tækniatriði, Vasar
  • bryddaður vasi

Þátttaka á Zoom; það er möguleiki á að mæta sunnudaga kl. 16:30 eða mánudaga kl. 18:30 - dagskrá hverrar viku er sú sama báða daga.

Dagskrá mars á Zoom

Allir Zoomtímar bjóða upp á spurningar og svör, félagsskap og svo saumum við saman

3.og 4. mars

  • Hugmyndaflæði
  • Byrja breytingar

10.og 11. mars

  • Vasar almennt
  • Saumað og unnið með breytingar

17.og 18. mars

  • Bryddaður vasi
  • Saumað og unnið með breytingar

24.og 25. mars

  • Saumað og unnið með breytingar
  • Lokið við verkefni

31.mars og 1.apríl

  • Mont/sýning á verkefnum
  • Spjall og frjáls tími


Prógrammið fram á vor 2024

Febrúar - Að sauma sér flík
  • Tækniatriði; sniðgerð
Mars - Efniviður - Skyrtur
  • Tækniatriði; Vasar, ýmsar tegundir
Apríl - Efniviður - Gallaefni
  • Tækniatriði; Renniásar
Maí - Efniviður - Gallaefni og kjólar
  • Tæknitriði; Hnappagöt, ýmsar tegundir
Júní - Efniviður - Kjólar
  • Tækniatriði; Hálsmál

Júlí - Sumarfrí


Svo byrjum við aftur með vikulegt Zoom í ágúst - eftir verslunnarmannahelgi

Nýr efniviður - ný tækniatriði - ný tækifæri




Hvað dreymir þig um að sauma?

Langar þig að geta saumað nýja flík frá grunni, lesa sníðablöð og búa til snið eftir þínum eigin málum?

Langar þig að taka til í fataskápnum og poppa flíkurnar upp?

Dreymir þig um að skapa þér þinn eigin einstaka fatastíl?

Viltu vera sjálfbær í fatanýtingu?

Viltu leggja þitt af mörkum til Móður Jarðar með því að minnka textílsóun?


Sagt um Saumaheim Siggu:

"...Það er auðvelt að finna og fletta upp hvaða kafla sem er. Ef upp kemur vandamál, td. undirtvinninn flækist alltaf, þá getur maður farið og tékkað á því hvað Sigga segir um það. Líka er hægt að fá fjölmargar hugmyndir að útfærslum á saumaskap og rúsínan í pylsuendanum, allskonar fatabreytingar og lengdur líftími á fatnaði og efnum.

Síðan er lifandi og áhugaverð. Hún er í stöðugri vinnslu og ýmislegt bætist við og áskrifendur eru í eins miklu lifandi (Zoom spjalli) og skriflegu sambandi og þeir vilja, með hvað sem er varðandi sauma og -tengd efni.

Þið sem viljið læra að sauma, endurnýta, breyta, taka mál, sníða og klippa efni og vera í lifandi sambandi við aðra í sömu sporum þá MÆLI ÉG 100% MEÐ ÞESSARI SÍÐU." (Jóna Imsland)


Gullnálin


Silfurnálin

Hugmynd - Sköpun - Gleði

Gagnagrunnur




  Velkomin
Available in days
days after you enroll
  1. Saumavélar og önnur áhöld
Available in days
days after you enroll
  2. Máltaka
Available in days
days after you enroll
  3. Snið og sníðablöð
Available in days
days after you enroll
  4. Einfaldar sniðgerðir
Available in days
days after you enroll
  5. Sniðgerð Chinello Bally
Available in days
days after you enroll
  6. Ýmsar sniðgerðir
Available in days
days after you enroll
  7. Ýmis tækniatriði
Available in days
days after you enroll
  8. Fatabreytingar - Grunnatriði
Available in days
days after you enroll
  9. Algengar lagfæringar
Available in days
days after you enroll
  10. Fatabreytingar - hugmyndabanki
Available in days
days after you enroll
  11. Nýtt úr gömlu
Available in days
days after you enroll
  12. Unnið með afganga
Available in days
days after you enroll
  Örnámskeið á Zoom
Available in days
days after you enroll
  Opin námskeið á Zoom
Available in days
days after you enroll
  Frítt í Janúar - Upptökur frá Zoom
Available in days
days after you enroll