Töskugerð úr buxum 13.05.23
Velkomin á námskeið hjá Saumaheimi Siggu, svona opin námskeið eru haldin reglulega, með mismunandi efni.
SaumaheimurSiggu.com er samfélag á netinu þar sem fólk, áhugasamt um sjálfbæran fatastíl og minnkandi textíl-og fataframleiðslu, þiggur leiðsögn mína, ráð og stuðning.
Hægt er að kaupa aðgang að Saumaheimi Siggu og fá þar með margs konar námskeið, myndbönd, spjall og nánast allt annað varðandi saumaskap, endurnýtingu og sjálfbæran fatastíl.
Á námskeiðinu "Töskugerð úr buxum" skoðum við möguleikana sem felast í að nýta buxur til töskugerðar.
Ég vona að þú njótir og ef þér líst á, máttu deila myndbandinu og segja öðrum frá Saumaheimi Siggu.
Þú getur hlaðið myndbandinu niður á þína eigin tölvu og horft þegar þér hentar.
0 comments