Velkomin
Mig langar að óska þér innilega til hamingju með þessa góðu fjárfestingu í þér, fatanýtingu og saumaskap. Ég óska þess að þú finnir allt sem þú þarft til að láta þína sauma-drauma rætast. Það bætist reglulega í efni gagnagrunnins, yfirleitt varðandi efni sem ég er sjálf að vinna með. Þar að auki eru örnámskeið mánaðarlega á Zoom, þar sem ég er í valda kafla innan gagnagrunnsins
Njóttu, vafraðu, rannsakaðu og farðu í gegnum efnið að þínum óskum og ég hlakka til að vinna með þér <3 Við sjáumst vikulega á Zoom og mundu að við borðum ekki fílinn í einum bita, ferðalag til sjálfbærni í fatastíl og -nýtingu tekur tíma og best er að taka litla bita af fílnum í einu, tyggja vel og njóta ferðalagsins :)
Allt það besta til þín og gangi þér vel.
1 comments