29. Janúar
Í þessu þriðja og síðasta myndbandi frá Zoomtíma, förum við í gegnum sníðablað og skoðum m.a. hvernig við lesum blaðið, hvernig við finnum snið sem hentar okkar getustigi, hvernig við finnum rétta stærð og svo hvernig við finnum sniðið og drögum það upp.
Í framhaldi af því býð ég svo upp á keilusnið og leiðbeiningar um hvernig hægt er að búa það til. Ég nota keilusniðið mitt mjög mikið en þegar ég var að stækka mín föt, útbjó ég þetta snið því það passar og hentar við nánast allar breytingar.
Góða skemmtun
0 comments